„I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ Gabriel García Marques
Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra
Aldur:
3-5 ára.
Markmið:
-
Að börnin efli sjálfstraust sitt.
-
Að börnin læri um kurteisi og falleg boðskipti.
Tenging við sjálfbærni:
-
Að þjálfa hæfni til mannlegra samskipta og virðingu fyrir öðrum.
-
Að auka virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins.
Áhöld:
Ekki nauðsýnleg.
Lýsing á leik:
Leikurinn felst í því að finna eitthvað jákvætt í fari sjálfs sín og hefst leikurinn á því að öll börn í hópnum sitja í hring. Það barn sem byrjar segir t.d.: „Ég er frábær af því að ég er góður við önnur börn.“ og að því loknu segja öll börnin: „Við erum sammála því!“. Síðan á það barn sem situr við hlið þess sem byrjaði að gera næst og svo koll af kolli uns allir í hringnum eru búnir að segja eitthvað fallegt um sjálfan sig.
Kennari þarf að hafa í huga:
Leikurinn fer fram í samverustund. Sum börn eru feimin og þarf að aðstoða þau eftir þörfum. Kennari getur einnig virkt önnur börn að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að finna sínu sterku hliðar.
Heimild:
Byggt á Að gefa sjálfum sér gullmola (Arna Björk Árnadóttir & Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, 2006, bls. 119).