top of page

Að læra að lifa í sátt og samlyndi við aðra

Hvað má bjóða ykkur?

Aldur:  

3-5 ára

 

Markmið:

  • Æfa hvernig á að haga sér á opinberum vettvangi.

 

Tenging við sjálfbærni:

  • Að þjálfa hæfni til samskipta og virðingu fyrir öðrum, að vera kurteis og þolinmóð.

 

Áhöld: Hlutir sem tengjast verslunarumhverfi, tómir kassar undan morgunkorni, tómar mjólkurfernur, skyrdollur o.s.frv. Ljósmyndir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lýsing á leik/búðarleik.
Hlutum er raðað upp á borð eins og til dæmis tómum kössum undan morgunkorni, tómum mjólkurfernum, skyrdollum o.s.frv. Gott er að búa til búðarumhverfi. Leikurinn byrjar á því að kennarar leika leikatriði og sýna börnunum hvernig samskipti eru á milli kaupanda og starfsmanns. Kennarinn sem leikur starfsmann getur verið klæddur í slopp og verið með merki verslunarinnar á sér. Kennarinn sem leikur kaupanda er með tösku. Samtalið á milli þeirra má sjá hér að ofan.
Þegar kennararnir hafa lokið að leika atriðið, bjóða þeir börnunum að taka líka þátt í leiknum. Kennarinn (starfsmaðurinn) talar við þau eins og þau séu kaupendur. En kennarinn sem leikur kaupanda leikur við börnin eins og þau séu seljendur. Smátt og smátt geta börnin byrjað að leika saman og kennararnir draga sig þá út úr leiknum, en halda áfram að fylgjast með og vera börnunum til aðstoðar.

Kennari þarf að hafa í huga:  
Takið ljósmyndir í næstu verslun. Ræðið við börnin um hvað þau sjá á myndunum eins og til dæmis biðraðir, kassa, búðarkassa, mjólkurvörur og fleiri vörur í versluninni. Ræðið við börnin um föt starfsfólksins í versluninni og þjónustu. Rifjið upp viðmið um hegðun í versluninni – biðröð, kaupendur með töskur til að setja vörurnar í, merki starfsfólks búðarinnar og samtal milli viðskiptavina og starfsmannas eins og til dæmis:

Starfsmaður: - Hvað má bjóða þér?
Kaupandi: - Get ég fengið eitt kíló af fiski?
Starfsmaður: - Hvernig fisk má jóða þér?
Kaupandi: Ýsu, takk fyrir.
Starfsmaður: - Já, eitt kíló af ýsu. Gjörðu svo vel.
Kaupandi: - Takk fyrir.
Starfsmaður: - Eitthvað fleira?
Kaupandi: - Nei, takk fyrir.
Starfsmaður: - Takk fyrir komuna og njótið dagsins.
Kaupandi: - Takk fyrir, sömuleiðis.


Vettvangsferð út í búðina þar sem myndirnar voru teknar getur verið hjálpleg til að kynna börnunum umhverfi verslunarinnar. Ef farið er í vettvangsferð áður en leikurinn er kynntur geta börnin safnað fleiri minningum og verður því auðveldara fyrir þau að ræða það sem þau sjá á myndunum, þar sem myndirnar voru teknar í versluninni. Ef farið er í vettvangsferð eftir leikinn, geta börnin tekið meira eftir því hvað er um að vera í búðinni til dæmis eins og samskipti á milli starfsmanna og viðskiptavina (úrvinnsla eftir vettvangsferðina).   

Heimild:
Byggt á Hvað má bjóða ykkur (Gjurov, D. V., 2004, bls. 57). 

bottom of page